Nú?

Hvað lá þá á að ganga til samstarfs við fyrirhugaða gerð (ekki endurgerð) miðaldakirkju í Skálholti. Var ekki ráðlegra að bíða með allt slík þar til deildaskipulag lægi fyrir (sem þyrfti að gera hvort sem var), kostaðarhugmyndir, fjármögnun og annað slíkt?

Með þessum vinnubrögðum er greinilega verið að bæta einu skipulagsslysi ofan á annað, þ.e. ofan á klúðrið með Þorláksbúðir, þar sem bygging þessarar "miðalda"kirkju (sem virðist hafa verið samþykkt af hálfu lirljuyfirvalda) eru algjörlega á skjön við það skipulag sem fyrir er.

Auk þess virðist allt benda til þess að Kirkjuráð og Kirkjuþing séu tilbúin að spila fjárhættuspil með eigur Skákholtsskóla vegna þeirra fjárhagsvandamál sem að þeirri stofnun steðjar. Hætt er við að skólinn verður lagður í púkk sjálfseignarstofnunar sem sjá á um reksturmiðaldakirkjunnar og verði þannig hluti af því fjárhættudæmi.

Miðað við hvað skólinn hefur kostað þjóðkirkjuna og ríkið stórar upphæðir fram að þessu hljóta skattgreiðendur þessa lands að eiga heimtingu á opnari umræðu um fyrirhugaðar framkvæmdir og að öll spil verði lögð á borðið.

Það er langur vegur frá því að svo sé gert í samþykkti Kirkjuráðs og yfirlýsingum forráðamanna þjóðkirkjunnar.


mbl.is Ekkert deiliskipulag til fyrir Skálholt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 42
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 121
  • Frá upphafi: 458260

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 115
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband