9.5.2012 | 15:10
Villimenn
Vonandi verður þessi atburður til þess að alþjóðasamfélagið hætti stuðningi sínum við þessa villimenn, sem "stjórnarandstæðingarnir" í Sýrlandi eru, og taki til við að hjálpa stjórnvöldum að koma á lögum og reglum í landinu.
Líklega er það borin von, enda sósíalistar við stjórn í landinu sem er þyrnir í auga hins vestræna kapítals.
Fréttaflutningur fjölmiðla hér á Vesturlöndum af átökunum í Sýrlandi er oft á tíðum með ólíkindum. Svo virðist sem þeir séu áróðursmaskína fyrir uppreisnarmenn því fjölmiðlarnir túlka allar fréttar út frá sjónarmiðum þeirra. Neira að segja er gengið svo langt að vitna hvað eftir í áróður stjórnarandstæðinga eftir að gerðar hafa verið árásir á sýrlenska herinn og þær sagðar vera gerðar af stjórnvöldum sjálfum til að sverta andófið!
Þó liggja fyrir fjöldi skýrsla um að mannréttindabrot uppreisnarmanna séu ekki minni en stjórnarhersins.
Reyndar er þetta í takti við fréttaflutning frá Libýu og Írak þar sem ástandið er miklu verra nú en það var á dögum fyrrum stjórenda - en fréttir af því afar takmarkaðar.
Maður spyr sig hvenær hægt megi búast við óháðum fréttaflutningi og hvenær vestrænir fjölmiðlar hætti að láta nota sig í heimsvaldastefnu hins alþjóðlega auðvalds.
![]() |
Sluppu með skrekkinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 55
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.