"mikill meirihluti" kjósenda VG?

Ragnar Arnalds er greinilega að ýkja þegar hann segir að mikill meirihluti kjósenda VG sé andvígur inngöngu í ESB.

Samkvæmt síðustu skoðanakönnun vilja samtals 53,5% kjósenda Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs ekki í ESB en 19,2% eru því hlynnt. Ríflega fjórðungur, 27,3%, tekur hins vegar ekki afstöðu.

Það er þannig tæpur meirihluti sem er andvígur inngöngunn, en ekki "mikill meirihluti".

Þetta skýrir í raun hvers vegna þingflokkur VG dregur lappirnar í þessu máli, mótmælir í orði kveðnu en styður samt aðildarviðræðurnar - og mun eflaust styðja samninginn þegar hann liggur fyrir. Hann hefur nefnilega þónokkurn stuðning í þá veruna.

Það sem þarf er uppgjör innan VG milli forystunnar og hins almenna kjósanda flokksins. Þegar forystan fer á skjön við vilja meirihlutans hlýtur að vera eðlilegt að skipta um forystu. Og ef flokkstjórnarklíka reynist of sterk þá hlýtur að koma til greina að stofna flokk vinstra megin við VG sem er algjörlega andvígur ESB og kemur hreint fram hvað það varðar.

Þannig vinstri flokkar eru að gera það mjög gott í Evrópu í dag eins og sá gríski  er gott dæmi um - og sósíalískur flokkur hér á landi, andvígur alþjóðlegu auðvaldi og þar með ESB, myndi eflaust plumma sig vel í kosningunum á næsta ári.


mbl.is Segir ESB-umsókina vera að drepa VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 215
  • Frá upphafi: 459937

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 191
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband