14.5.2012 | 11:20
Nýjasta nýlenduveldið
Evrópusambandið fær enn úr kvíarnar í að kúga þjóðir sem eru "ósamvinnuþýðar", hvort sem þær eru í sambandinu eða ekki.
Hótanir sambandsins í garð Grikkja, Spánverja og Ítala og afskipti af innanríkismálum þar eru eitt dæmi. Viðskiptabann sambandsins á Íran og Sýrland er annað.
Nú er þriðja dæmið í uppsiglingu, viðskiptabann á Ísland og Færeyjar! Ljóst er að með Össur og Árna Þór í forystu utanríkismála mun vörn Íslands vera mjög klén og allt gert til að styggja ekki hinn volduga "vin".
Einnig er ljóst að engin verður þjóðaratkvæðagreiðslan um að stöðva aðildarviðræðurnar og því ekki hægt að breyta stefnu stjórnarinnar fyrr en í næstu þingkosningum.
En áður en af þeim verður er hægt að tjá hug sinn, þ.e. í komandi forsetakosningum. Þar er evrópusinninn og Samfylkingarmanneskjan Þóra Arnórsdóttir í framboði fyrir ESB-sinnanna og er þegar búin að lýsa því yfir að hún mun ekki trufla það ferli sem stjórnin ákveður.
Með því að kjósa hana ekki getur fólk tjá sig um stefnu stjórnarinnar í Evrópumálunum og þar með um framferði ESB gagnvart okkur.
Hér er greinilega á ferðinni nýtt "fiskistríð" og nú við mun öflugri aðila að eiga en Bretana eina.
ESB hótar viðskiptabanni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 3
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 215
- Frá upphafi: 459937
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 191
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.