19.5.2012 | 15:25
Bjarga Grikkir Evrópu?
Talað er nú fullum fetum á G8 ráðstefnunni að fara skuli grísku leiðina sem vinstrabandalagið Syriza boðar, þ.e. að hætta niðurskurði á hinum opinbera geira og þjóðnýta í staðinn banka og nota fé þeirra í að styðja hagvaxtaraðgerðir í landinu.
http://www.dn.se/ekonomi/grekisk-vansterstjarna-kan-fa-g8-stod
Það er auðvitað þvert gegn því sem íhaldsstjórnirnar í Þýsklandi og á Bretlandi eru að gera og boða.
Reyndar fer Syriza einnig aðra leið en ríkisstjórnin hér á landi sem vill selja hlut sinn í bönkunum í stað þess að nota þá sem tæki til að auka framkvæmdir í landinu. Enda er það svo að yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar er að "handstýra" ekki bönkunum heldur leyfa þeim að hafa algjörlega frítt spil í sínum kapitalíska umhverfi.
Já það er spurning hvort við búum nokkuð við vinstri stjórn. Meira að segja últrahægrimenn eins og Tryggvi Herbertsson fagna þegar þeir heyra tillögur stjórnarinnar um að selja hlut ríkisins í bönkunum!
Stefnt að stöðugleika og hagvexti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 100
- Frá upphafi: 458379
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 86
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.