22.5.2012 | 17:08
Við hverju býst stjórnarandstaðan?
Stjórnarandstaðan getur varla búist við að stjórnarmeirihlutinn láti eyðileggja allt starf sem tengist þinginu, þó svo að haldið sé uppi málþófi eins og nú er í gangi.
Þetta virðingarleysi stjórnarandstöðunnar gagnvart þingstörfunum kemur þeim auðvitað sjálfum um koll því almenningur er ekki par hrifinn af því hvernig komið er fyrir þingræðinu.
Þá er þetta málþóf vegna eins ómerkilegs máls og stjórnarskármálið er, mjög furðulegt svo ekki sé meira sagt.
Nema auðvitað að málþófið sé fyrirboði þess sem koma skal þegar kvótafrumvarpið verður lagt fram, eða tilraun stjórnarandstöðunnar að fá fram frumvarp sem er þeim meira að skapi (og kvótagreifunum). Ef svo er í pottinn búið fer maður að skilja þetta málþóf nú.
Héldu þingflokksfundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 73
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 61
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.