30.5.2012 | 10:51
Allir norsararnir meiddir?
Þá vekur athygli að allir leikmennirnar sem náð var í úr norsku deildinni, og voru að spila um helgina, eru sagðir meiddir, þeir Björn Bergmann, Birkir Már og Bjarni Ólafur. Reyndar mun Björn Bergmann vera farinn aftur heim til Noregs en hinir ekki. Kannski er raunveruleg ástæða sú að Lagerbäck vilji ekki breyta liðinu sem lék gegn Frökkum meira en með þessum tveimur breytingum en af hverju þá ekki bara að segja það?
Annars sýnir uppstillingin á liðinu sama vandamál og í fyrri leiknum. Það vantar almennilegan vinstri bakvörð í liðið. Ari Freyr kom ím þá stöðu í leiknum gegn Frökkum eftir að Hjörtur Logi var búinn að láta Frakkana fara illa með sig. Málið er bara það að Ari spilar alls ekki þessa stöðu með félagsliði sínu heldur sóknartengiliðsstöðu hægra megin!
Þá eru menn eins og Kári Árnason og Hallgrímur Jónasson að spila í stöðum sem þeir eru ekki vanir að spila. Þannig er önnur miðvarðarstaðan einnig vandamál. Minna mál er með hægri bakvörðinn því Hallgrímur var að spila vel í þeirri stöðu í fyrri leiknum.
Sóknin er einnig áhyggjuefni fyrst Björn Bergmann er ekki til taks. Kolbeinn virðist ekki enn geta spilað heilan leik og í raun er enginn eiginlegur brúklegur sóknarleikmaður sem getur tekið stöðu hans. Því hefði verið gott að hafa Aron Jóhannsson og/eða Gunnar Heiðar Þorvaldsson til taks á bekknum.
Þetta er samt þokkalegt lið sem verður gaman að fylgjast með í kvöld. Vonandi fara íslenskir fótboltaáhugamenn að fá aftur áhuga á íslenska karlalandsliðinu ...
Lars gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 99
- Frá upphafi: 458378
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 85
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.