Össur á fullu í "kaldastríðs"áróðrinum

Össur Skarphéðinsson lætur ekki sitt eftir liggja í áróðursstríði Vesturlanda gegn síðustu leifum sósíalismans í Mið-austurlöndum.
Hann studdi dyggilega loftárásir Nató á Libýu, allt í nafni mannúðar og mannréttinda, en síðan heyrst ekki orð frá honum um mannréttindabrot og morð núverandi valdhafa á óbreyttum borgurum sem tilheyar "hinum" aðilanum.

Eins er nú með Sýrland sem er eina ríkið sem eftir er í Mið-austurlöndum sem er með sósíalíska stjórnarhætti.
Össur tekur fullan þátt í áróðursstríðinu gegn sýrlenskum stjórnvöldum og fullyrðir hikstalaust að þeir standi fyrir voðaverkum og morðum á þegnum sínum.
Þó liggur enn ekkert fyrir um hverjir voru þarna að verki og saka báðir aðilar hinn um verknaðinn.
Sameinuðu þjóðirnar heimta núna óháða rannsókn á atburðinum en Össur virðist vera búin að gera þá rannsókn sjálfur og komast að niðurstöðu.
Það þrátt fyrir að mannréttindasamtök hafa hvað eftir annað bent á að voðaverk séu framin af báðum aðilum og að þar megi varla á milli sjá hvor sé verri.

Össur eins og aðrir leiðtogar á Vesturlöndum virðast vera tilbúnir til að aðstoða uppreisnarmenn til að ná völdum og skeyta ekkert um það hvað verði þá um stuðningsmenn Sýrlandsforseta - ekki frekar en að þeir skipta sér af morðum, pyntingu og öðrum mannréttindabrotum í Libíu á stuðningsmönnum Gaddafis heitins.
Sama sagan gerðist auðvitað í Írak en þá þóttist Össur vera á móti innrásinni (enda þá í stjórnarandstöðu). Af afstöðu hans nú má ætla að það hafi verið einber hræsni.


mbl.is Fordæmir voðaverkin í Sýrlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 89
  • Frá upphafi: 462970

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 82
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband