6.6.2012 | 09:10
Langbesta liðið?
Halló.
Það eru of margir veikir hlekkir í þessu liði, eins og kom í ljós í seinni hálfleiknum gegn Azerum, svo það er alls ekki hægt að tala um mjög gott lið hvað þá það langbesta!
Hægri bakvörðurinnn er t.d. alltof hægt og klaufskur að auki. Eins var Jón Daði á hægri kantinum klaufskur með boltann og átti í erfiðleikum að standa í lappirnar. Finnur Orri á miðjunni var greinilega veiki hlekkurinn þar, féll of langt aftur og leyfði allt of mikið spil fyrir utan teiginn.
Varamennirnir voru heldur ekki góðir nema Rúnar Már sem var mjög öruggur í spilinu.
Það eru þó nokkrir góðir leikmenn í liðinu (en ekki nógu margir). Aron var t.d. mjög hættulegur frammi í seinni hálfleiknum en Björn síðri (en sýndi þó nokkra góða takta). Þá var Kristinn Jónsson góður í vinstri bakverðinum og Björn Daníel lipur á miðjunni. Miðverðirnir stóðu einnig fyrir sínu og gaman að sjá hvað Hörður Magnússon er teknískur og öruggur á boltanum. Seinna markið fæst ekki skrifað á hann heldur á Þorstein Má sem var með glórulausa sendingu tilbaka.
Reyndar má lesa gagnrýni á landsliðsþjálfarann í ummælum Björns Bergmanns um að hann og Aron hafi verið alltof einir frammi í seinni hálfleiknum - að liðið hafi ekki fylgt með fram (sem er rétt).
Eyjólfur vill hins vegar hafa þetta svona eins og kemur fram í myndbandsviðtalinu við hann eftir leikinn hér á mbl.is.
Það er þó of mikið sagt að Ísland væri efst í riðlinum með annan þjálfara - en það hefði verið til bóta.
![]() |
Björn Bergmann: Erum langbesta liðið í riðlinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.