Íslenskir ESB-sinnar og kratar fagna sigri hægriaflanna í Grikklandi!

Þetta viðtal við Eirík Bergmann Einarsson hinn mikla Evrópusambandssinna (og krata) er auðvitað stórmerkilegt.

Hann fullyrðir fyrst að Grikkir hafi komist inn í Evrópusambandið með brögðum og að þeim hefði aldrei verið stætt á að taka upp Evruna. Ef þetta er rétt hjá honum þá er hætt við að okkur Íslendingum verði aldrei stætt á að komast í ESB þar sem við getum aldrei uppfyllt þau skilyrði sem þarft til að taka upp Evruna.

Þá er Eiríki Bergmann mjög létt yfir því að hægri flokkurinn hafi unnið (nauman) sigur í kosningunum og á þá gleði sammerkt með markaðsöflunum og fjármálastofnununum í Evrópu! Hann kallar Grikkland “úlfaríki” sem sífellt hleypur útundan sér! Lýsing hans á ástandinu í landinu og á grísku þjóðfélagi alla síðustu öld er ekki falleg og verður varla sögð vera annað en ósvífið níð um landið: “Þar er stjórnleysi og  gríðarleg landlæg spilling. Fólk borgar ekki skattana sína og gríska ríkið hefur verið á hausnum meira eða minna alla 20. öldina.” Næsta skref fyrir ESB er auðvitað að leggja landið undir sig og gera það aftur að nýlendu eins og það var fram á 19. öld!

Ekki er Árdísi Ingvarsdóttur eins létt yfir niðurstöðunum og óttast að þær leiði til enn meira atvinnuleysis meðal ungs fólks í landinu. Þessi hætta virðist ekki valda Eiríki Bergmanni áhyggjum, né öðrum íslenskum (og kratískum) ESB-sinnum. Þeir virðast ekki heldur hafa hinar minnstu áhyggjur af því að með inngöngunni í ESB verði atvinnuleysið innan sambandsins flutt hingað til lands.

Það hlýtur vekja athygli að jafnaðarmenn (sem eru helstu og jafnvel einu ESB-sinnarnir hér á landi) skuli gleðjast yfir sigri hægri-aflanna í Grikklandi. Þetta segir mér það eitt að ESB-sinnuðu kratarnir eru orðnir mesti hægriflokkurinn á Íslandi, þ.e. Samfylkingin.
En þá beinist augum að samstarfsflokki þeirra í ríkisstjórn. Eru Vinstri grænir virkilega ekki orðnir þreyttir á samstarfinu við þá eða er sá flokkur einnig orðinn háborgaralegur krataflokkur?


mbl.is Er gríski harmleikurinn á enda?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 238
  • Frá upphafi: 459931

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 210
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband