Greinilegt lögbrot

Í lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum nr. 64/1994 segir m.a. í 16. gr. um hvítabirni: "Fella má hvítabjörn sem gengið hefur á land og fólki eða búfénaði er talin stafa hætta af."

Nú er það hins vegar ekki bara leyft ("má") að fella ísbirni heldur þvert á móti skylt að gera það.

Viðbragðsteymi sem Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra skipaði árið 2008 var að senda frá sér yfirlýsingu sem í raun þýðir að það starfi ekki eftir lögunum frá 1994 heldur eigin áætlunarferli, þ.e. að drepa öll dýr sem ganga á land því það sé of dýrt að fanga þau.
Þetta gengur að mínu mati þvert gegn lögunum (sem fela í sér að einu löggildu rökin til að fella þau eru ef það stendur bráð hætta af þeim). Þar með er verið að brjóta þó þau loðnu og að mörgu leyti óljósu lög sem sett voru 1994.

Merkilegt að Náttúruverndarsamtök Íslands mótmælir ekki þessari viðbragðsáætlun og þessum aðgerðum við landgöngu ísbjarna. Þessi dýr eru jú friðuð um allan heim - með lögum sem ættu auðvitað að gilda alfarið einnig hér á landi.


mbl.is Viðbragðsteymi kallað saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 251
  • Frá upphafi: 459332

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 212
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband