7.7.2012 | 09:48
Sérkennileg frétt
Fréttin um óánægju austurhlutans í Libýu með úthlutun fjölda þingfulltrúa er nokkuð sérkennileg. Eins og menn vita þá hófst byltingin gegn stjórn Gaddafis þar. Þar eru einnig mjög skiptar skoðanir um réttmæti lýðræðis enda íslamistar sterkir í þessum landshluta og telja vestrænt lýðræði ekki henta þeim.
Mikil hætta er á að landið klofni í vestur og austur og hafa forystumenn austurhlutans hótað vopnaðri uppreisn alveg óháð þessum þingkosningum - og ráða þar í raun því sem þeir vilja ráða.
Ljóst er af hernaðaríhlutun vestrænna ríkja af átökunum í Libýu og innrásunum í Írak og Afganistan að menn hafa ekki hugsað um afleiðingar. Pandora-boxið hefur opnast og vopnuð átök í löndum orðið við það daglegt brauð.
Og nú er sami leikurinn leikinn í Sýrlandi....
Sögulegar kosningar í Líbíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 458388
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.