14.7.2012 | 07:24
Af hverju aðildarviðræður?
Þetta er auðvitað laukrétt hjá Jóni, þó svo að það sjáist nú ekki á bréfi fjórmenninganna (þrjár konur, einn karl!). Forysta VG er greinilega orðin höll undir ESB þó svo að hún láti sem hún sé hlutlaus.
Ástæðan er auðvitað sú að án þess verður ekkert framhald á stjórnarsamvinnunni við Samfylkinguna.
Áfram skal haldið þrátt fyrir öll þau óveðurský sem hrannast upp yfir Evrópu þessi misserin. Össur hefur trú á ESB og vill með því blása því von í brjósti - og Vg taka í raun undir það!
En Össur og hans taglhnýtingar eru þeir einu sem hafa trú á ESB - og evrunni.
Nú síðast varar Vinnumálastofnun Sameinuðu þjóðanna við þeirri niðurskurðarstefnu sem er framkvæmt innan Evrópusambandsins og segir, eins og Alþjóða gjaldeyrisjóðurinn og fleiri, að hún stórlega dýpki kreppuna en ekki öfugt. Talað er um að 4,5 milljósir starfa geti tapast á næstu árum ef niðurskurði er haldið áfram. Hagvöxur haldi áfram að minnka, og þar með fjárfestingar, atvinnutækifæri og framleiðsla.
Verst er ástandið í evrulöndunum og heldur bara áfram að versna. Inn í þessi óskup viljum við glöð og reif.
Danir hins vegar þakka sínu sæla fyrir að hafa ekki tekið upp evruna. Björgunarpakkinn til Grikklands og Spánar hefði kostað þá 22 miljarða króna ef þau hefðu verið með evru - en krónan bjargar þeim.
Hvaða vitleysingur ræður virkilega stefnunni hér heima? Á að gera endanlega út af við þjóðina?
Ástæðan er auðvitað sú að án þess verður ekkert framhald á stjórnarsamvinnunni við Samfylkinguna.
Áfram skal haldið þrátt fyrir öll þau óveðurský sem hrannast upp yfir Evrópu þessi misserin. Össur hefur trú á ESB og vill með því blása því von í brjósti - og Vg taka í raun undir það!
En Össur og hans taglhnýtingar eru þeir einu sem hafa trú á ESB - og evrunni.
Nú síðast varar Vinnumálastofnun Sameinuðu þjóðanna við þeirri niðurskurðarstefnu sem er framkvæmt innan Evrópusambandsins og segir, eins og Alþjóða gjaldeyrisjóðurinn og fleiri, að hún stórlega dýpki kreppuna en ekki öfugt. Talað er um að 4,5 milljósir starfa geti tapast á næstu árum ef niðurskurði er haldið áfram. Hagvöxur haldi áfram að minnka, og þar með fjárfestingar, atvinnutækifæri og framleiðsla.
Verst er ástandið í evrulöndunum og heldur bara áfram að versna. Inn í þessi óskup viljum við glöð og reif.
Danir hins vegar þakka sínu sæla fyrir að hafa ekki tekið upp evruna. Björgunarpakkinn til Grikklands og Spánar hefði kostað þá 22 miljarða króna ef þau hefðu verið með evru - en krónan bjargar þeim.
Hvaða vitleysingur ræður virkilega stefnunni hér heima? Á að gera endanlega út af við þjóðina?
„Ég hygg að mörgum sé nóg boðið“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 460030
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.