Enn eitt skipulagsslysið

Með þessari vinningstillögu er syðri hluti Ingólfstorgs lagður undir verslunar- og þjónustuhúsnæði svo vel má tala um tæplega hálft torgið.
Þá eru "skyndibitastaðirnir" við Hafnarstrætið oft eina lífið við torgið og nú að fjarlægja þá. Ég held að margir muni sakna þeirra þó svo að þeir séu kannski ekki eins margir og munu sakna NASA.
Talandi um Nasa þá er spurning hvað felist í því að endurbyggja það húsnæði. Halda ytri byrðinni en breyta öllu öðru? Kannski gerði sú hugmynd útslagið um að þessi tillaga var valin best en ekki aðrar!
Þá er auðvitað fáránlegt að byggja framan við Landsímahúsið Kirkjustrætismegin. Hvar eiga rúturnar með hótelgestina að stoppa, eða leigubílarnir, þegar einu bílastæðin á svæðinu eru lögð undir stærðar byggingu?
Aðkomulega séð er hugmyndin um að breyta Landsímahúsinu í hótel arfavitlaus - og því er þessi tillaga það líka en hún gerir reyndar illt verra.
Ég skil ekki hvernig aðstandendur samkeppninnar geta réttlæt það að þessi skrímslistillaga skuli hafa unnið. Voru hinar tillögurnar virkilega það slæmar?
mbl.is Tekur tillit til sögu Kvosarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 159
  • Frá upphafi: 458377

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 139
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband