17.7.2012 | 12:07
"Voðaverk stjórnvalda"?
Þessi yfirlýsing frá Össuri Skarphéðinssyni er dæmigerð fyrir hann. Hann tekur fullan þátt í áróðurstríði vestrænna ríkja gegn Sýrlandsstjórn og þannig einnig beinan þátt í að reyna að koma henni frá völdum.
Fréttaflutingurinn um átökin í Sýrlandi hefur batnað örlítið undanfarið en virðist reyndar vera að harna á ný.
Fram hafa komið fréttir um að ofbeldið sé ekki minna af hendi uppreisnarmanna en stjórnvalda. Mannréttindasamtök eins og Amnesty og Human Right Watch hafa birt skýrslu um fjöldamorðin í landinu - og segja að þau geti hafa verið unnin af báðum aðilum og jafnvel þeim þriðja - það er útlenskum sveitum til að knýja á innrás í landið (til verndar almennum borgurum!).
Utanríkisráðherrann og hans fólk hundsar allar þessar skýrslur og fréttir og kennir stjórnvöldum einum um ofbeldisverkin í Sýrlandi.
Þetta minnir á framferði ráðherrans í aðdraganda Libýustríðsins og á meðan á loftárásunum stóð.
Hann virðist ekkert hafa lært þó svo að fjöldi frétta frá Libýu um að ástandið þar núna sé ekkert betra en á meðan á uppreisninni gegn Gaddafi stóð - og að fréttirnar þaðan um voðaverk stjórnvalda þar hafi að meira og minna leyti verið áróður og lygi.
Nú á að leika sama leikinn í Sýrlandi.
http://www.independent.co.uk/opinion/commentators/patrick-cockburn-libyans-have-voted-but-will-the-new-rulers-be-able-to-curb-violent-militias-7922358.html
Styðja aðgerðir gegn Sýrlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 99
- Frá upphafi: 458378
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 85
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.