Íhaldsamur þjálfari

Það er greinilegt að Lars Lagerbaeck ætlar að halda sér við fastan kjarna leikmanna og skiptir þeim ekki svo glatt út. Hann virðist einnig fylgja línu Óla Jó nokkuð stíft því þetta er sami kjarninn og hjá gamla landsliðsþjálfaranum.

Þarna er t.d. ekki Eyjólfur Héðinsson þó svo að lið hans, SönderjyskE, leiði dönsku úrvalsdeildina og hann verið að leika vel. Ekki heldur Aron Jóhannsson hjá AGF en það er reyndar ekkert nýtt.

Þá er einn markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar, Gunnar Heiðar Þorvaldsson hjá Norrköping, ekki heldur valinn þó svo að lið hans sé í toppbaráttunni - og ekki Ólafur Ingi Skúlason sem þó er farinn að spila aftur með liði sínu í belgísku deildinni Waregem sem vann góðan útisigur á Standard Liege í 1. umferðinni.

Indriði Sigurðsson er hins vegar kominn inn í liðið að nýju, einnig Arnór Smárason – og svo auðvitað Emil Hallfreðsson.

 Í ljósi þess að allir fjórir leikirnir undir stjórn Svíans hafa tapast mætti nú vel skipta út einhverjum af "fasta"mönnunum svo sem Rúriki Gíslasyni, Eggerti Gunnþóri og Aroni Einari - jafnvel Jóhanni Berg - og sjá hvernig liðið stendur sig án þeirra. Þá hefur Arnór Smárason ekki verið að fá góða dóma í Danmörku nú í byrjun leiktíðarinnar.


mbl.is Ingvar í hópnum sem mætir Færeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 98
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 84
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband