27.8.2012 | 11:45
Vantar þrjá fastamenn hjá Norðmönnum
Þrír af fastamönnum í norska landsliðinu voru ekki valdir, þeir Christian Grindheim, Morten Gamst Pedersen og Erik Huseklepp.
Það þykir sérstaklega undarlegt að Gamst Pedersen hafi ekki verið valinn en hann hefur byrjað vel með Blackburn í ensku 1. deildinni nú síðsumars.
Í staðinn velur Drillo unga stráka á miðjuna gegn Íslandi, þá Markus Henriksen, Magnus Wolff Eikrem og Håvard Nordtveit.
Þetta ætti að auka vonir Íslendinga um góða útkomu í leiknum hér heima gegn Norðmönnum. Á móti kemur að Lagerbaeck á í vandræðum með að velja íslenska landsliðshópinn. T.d. er mjög óvíst um þátttöku Kolbeins Sigþórssonar sem er meiddur á öxl og spilar ekki með liði sínu Ajax þessa stundina.
Auk þess eru margir þeir sem Lagerback hefur stólað á í æfingarleikjunum í vor og sumar í lítilli leikæfingu.
Það verður því spennandi að sjá hvaða leikmenn verða valdir í undirbúningshópinn fyrir fyrstu tvo landsleikina nú í byrjun september - og hvort ekki einhverjir nýir leikmenn verði kallaðir til.
![]() |
Norska landsliðið sem mætir Íslendingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 84
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 79
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.