Tveir "nýir" leikmenn í hópnum

Segja má að tveir nýir leikmenn hafi verið valdir núna ef við teljum Grétar Rafn með. Hann kemur í stað Arnórs Smárasonar sem er meiddur.

Þá kemur markvörður Sarpsborgar í Noregi, Haraldur Björnsson, nýr inn í liðið.

Kolbeinn Sigþórsson er valinn þrátt fyrir meiðsli á öxl, en ekki Aron Jóhannsson sem gerði fjögur mörk með liði sínu AGF í dönsku úrvalsdeildinni í gær.

Ég hef áður tjáð óánægju mína um val Lagerbäcks á liðinu. Ég tel það sérstaklega hæpið að velja menn í liðið sem eru í lítilli eða engri leikæfingu.

Þarna eru þeir nokkrir svo sem Eggert Jónsson, Birkir Bjarnason, Björn Bergmann, Jóhann Berg, Emil Hallfreðarson og Grétar Steinsson. Meira að segja Gylfi Þór virðist hafa verið keyptur til Tottenham til að sitja á bekknum.

Þá er þarna maður eins og Kári Árnason sem spilar í neðstu deildinni á Englandi ...

Ég hef og talið upp marga sem spila alla leiki með félagsliðum sínum - og það í sterkum deildum - en virðast ekki koma til greina í landsliðið.

Belgíska úrvalsdeildin er t.d. talin 10. sterkust í Evrópu, mun sterkari en sú danska (sem er nr. 12). Þar spila menn eins og Stefán Gíslason, Ólafur I. Skúlason og Arnar Þór Viðarsson alla leiki með liðum sínum - en komast ekki í íslenska landsliðið.

Aron Jóhannson í AGF í Danmörku hefur þegar verið nefndur. Þá má nefna Gunnar Heiðar Þorvaldsson í Svíþjóð.

Auk þess eru menn að spila með bestu liðunum í næstu efstu deildunum í Svíþjóð og Noregi en koma ekki til greina hjá Lagerbäck (Guðjón Baldvinsson og Matthías Vilhjálmsson, sem skora grimmt, osfrv.), auk þess sem Davíð Þór Viðarsson hefur verið að spila extra vel lengi.

Nei, það er víst satt sem sagt var um Lars Lagerbäck þegar hann var með sænska landsliðið. Það er erfiðara að spila sig inn í liðið en út úr því.

 

 


mbl.is Eiður Smári ekki með gegn Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 14
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 225
  • Frá upphafi: 459952

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 201
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband