7.9.2012 | 08:34
Bjartsýni?
Ég veit ekki til þess að það ríki mikil bjartsýni fyrir leikinn gegn Noregi.
Til þess eru litlar forsendur.
Sá eini sem hefur verið að sýna eitthvað með landsliðinu, Kolbeinn Sigþórsson, er meiddur, og mikil óvissa um hver spilar í hans stað. Alfreð hefur t.d lítið sem ekkert fengið að spila hjá landsliðsþjálfaranum nýja,
Þá er almenn óvissa með vörnina en Lagerbaeck hefur verið að hringla með hana í æfingarleikjunum, auk þess sem Sölvi hefur verið meiddur.
Sama má segja um varnartengilina. Spilar Gylfi þar eins og í leiknum gegn Færeyingum?
Svo er spurningin um Emil og í hvað formi hann er. Spilar hann eða Jóhann Berg - eða hvorugir og Birkir settur út á kantinn?
Þá er einnig spurning um vinsti bakvörðinn, Bjarni Ólafur eða Ari Freyr?
Svona má halda áfram að telja upp í allar stöðurnar. Hver verður t.d. í markinu?
Ég tel augljóst að landsliðsþjálfaranum hafi ekki tekist að koma á festu í liðið þrátt fyrir að hafa haft fjóra æfingarleiki til þess - og spái því að það muni bitna á liðinu í kvöld.
Sem betur fer eru Norðmenn einnig illa staddir. Það eitt gefur tilefni til bjartsýni.
Innistæða fyrir bjartsýninni? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.