11.9.2012 | 07:55
Birkir eða Alfreð?
Þetta líklega byrjunarlið er ekkert fjarri lagi, nema kannski með Ara Frey í vinstri bakverðinum. Bjarni Ólafur stóð sig ekkert illa gegn Norðmönnum svo hann gæti vel byrjað inná.
Það er hins vegar spurning með framlínuna. Birkir Bjarnason var slakur í leiknum á föstudaginn, var lítið í spilinu og missti boltann oft klaufalega.
Alferð var aftur á móti mjög ógnandi eftir að hann kom inná, skoraði mjög gott mark og hefði átt að fá vítaspyrnu eftir mjög flottan einleik (meira að segja Norðmenn viðurkenna að þetta var víti).
Að mínu mati höfum við ekki efni á að vera með svo hágæða sóknarmann á bekknum, mann sem heldur varnarmönnum mótherjans við efnið allan tímann.
Líklegt byrjunarlið Lars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 99
- Frá upphafi: 458378
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 85
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.