Hvað með valið á liðinu?

Er ekki nær fyrir þjálfarann að líta í eigin barm og spyrja sig hvort þetta sé rétti mannskapurinn sem hann velur?
Þá er líklega nærtækast að horfa til varnartengiliðana fyrst Lars kvartar yfir því að menn verjist ekki sem lið.
Helgi Valur er góður sem slíkur en hann er oft að spila of framarlega og er ekki nógu uppbyggandi.

Aron Einar er þó meira spurningarmerki. Hann er einnig oft út úr stöðu sinni, er mjög lítið í spilinu, seinn og fljótur að gefast upp.
Það að byggja liðið á honum rétt eins og Lars gerir, og Óli Jó. á undan honum, eru stór mistök sem allt liðið líður fyrir. Hvað þá að gera hann að fyrirliða.

Reyndar er stefnan að byggja á 21. árs liðinu frá því fyrra, mistök að mínu mati. Þeir hafa ekki öðlast þá reynslu og þann styrk sem þarf til að standa sig á þessu stigi.

Við höfum fjöldann allan af leikmönnum með mikla reynslu sem enn eru í fullu fjöri og geta leyst verkefnið betur en núverandi leikmenn. Ekki síst afturliggjandi miðjumenn eins og Stefán Gíslason, Ólaf Inga Skúlason og jafnvel Arnar Þór Viðarsson (sem spilaði eins og Kári Árna í landsliðinu á sínum tíma) - já og bróðirinn Davíð Þór.

Vandamálið er bara það að Lagerbaeck nýtti sér ekki æfingarleikina í sumar (fjóra!) til að kíkja á þessa leikmenn og fleiri. Hann notaði alltaf sömu mennina og þetta er árangurinn:
Einhver lélegasti leikur sem íslenska landsliðið hefur spilað undanfarin ár.

Þjálfarinn hlýtur að bera ábyrgð á þessu skipbroti landsliðsins.


mbl.is Verðum að verjast sem lið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband