21.9.2012 | 12:59
Leggja íslenskuna af rétt eins og krónuna!
Það má nota sömu rök um íslenska tungumálið og notað er um íslensku krónuna.
Samfélagið er alltof lítið og þjóðin alltof fámenn til að vera með sérstakt tungumál. Auk þess er kostnaðurinn við það alveg gríðarlegur - allar þessar þýðingar á tilskipunum Evrópusambandsins svo og auðvitað á upplýsinga- og tölvuútbúnaði.
Einfaldast er að taka upp enskuna í staðinn þar sem þjóðin er öll orðin svo ameríkanseruð að fjölmiðlafólk getur ekki einu sinni tekið viðtöl við skandinava á þeirra eigin tungu heldur verða að notast við enskuna.
Svo er auðvitað út- og innflutningur langmestur á vörum frá enskumælandi þjóðum svo þetta er sjálfsagt mál - rétt eins og með evruna.
Ég er viss um að allir sannelskandi alþjóðasinnar og andstæðingar úreldra þjóðernissjónarmiða taki undir þetta með mér - og er þá einkum hugsað til vina minna, kratanna, í því sambandi.
Íslenskan næstverst stödd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.