Eggert Gunnþór en ekki Björn Bergmann!

Þetta val hjá Lars landsliðsþjálfara er svo sem fyrirsjáanlegt því erfiðara er að falla úr liðinu en að komast í það. Gleðiefnið er þó auðvitað að nú loksins skuli Aron Jóhannsson vera valinn í landsliðið.

Hitt er skrítið að enn einu sinni er Eggert Gunnþór Jónsson valinn í liðið þó svo að hann komist ekki einu sinni í leikmannahópinn hjá slöku liði Wolves. Samherji hans hjá félaginu, Björn Bergmann Sigurðarson, kemst hins vegar ekki í landsliðshópinn þó svo að hann sé alltaf í leikmannahópi Wolves - og komi iðulega inná í leikjum liðsins.

Reyndar virðist landsliðsþjálfarinn hafa skipt um skoðun hvað varðar samanburð hans á Aron J. og Birni Bergmann fyrir nokkrum vikum. Þá var Björn Bergmann miklu efnilegri en Aron - en nú er Aron í liðinu en ekki Björn!!!

Þá vekur athygli að  Arnór S. Aðalsteinsson hjá Hönefoss er ekki í hópnum en hann var þar síðast.



mbl.is Aron í landsliðshópnum í fyrsta sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 114
  • Frá upphafi: 463257

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 95
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband