12.10.2012 | 09:11
Dásamlegt!
Þetta er nú eitthvað fyrir Össur og Samfylkinguna!!
Annars er Thorbjörn Jakland formaður Nóbelsnefndarinnar (frá 2009) fyrrverandi formaður Jafnaðarmannaflokksins norska, og forsætisráðherra í Noregi á árunum 1996-99, sem er andstæðingur aðildar að ESB svo þetta er ekki beint sambærilegt.
Jakland hefur hins vegar verið mjög gagnrýndur á undarförnum árum fyrir umdeildar yfirlýsingar og ákvarðanir, ekki aðeins sem formaður Nóbelsnefndarinnar heldur einnig sem aðalritari Evrópuráðsins.
Fyrsta verk hans sem forseti Nóbelsnefndarinnar var að veita Obama friðarverðlaunin vegna fyrirheita hans og hefur ekkert dregið úr átökum eftir það (né annars staðar af hálfu Bandaríkjamanna). Þá strax var farið að krefjast afsagnar hans.
Næsti skandall Nóbelsnefndarinnar var að veita kínverskum andófsmanni friðarverðlaunin árið 2010, sem leiddi til mjög erfiðs stjórnmálasambands milli Kína og Noregs og mjög minnkandi útflutningstekna Norðmanna til Kína.Héldu Kínverjar því fram að Jagland væri strengjabrúða Bandaríkjamanna og að ótýndur glæpamaður hafi fengið verðlaunin.
Í fyrra var minni styr um verðlaunin en þó þótti skrítið að forseti Liberíu, Ellen Johnson Sirleaf, fengi þau. Sagt var að hún hafi bætt mjög kjör kvenna mjög í heimalandinu og meðal annars fullyrt að mjög hafi dregið úr nauðgum kvenna þar. Nú fyrir nokkrum dögum kom svo í ljós að engin tölfræði var til staðar um þetta síðastnefnda! Líkleg ástæða fyrir valinu er sú hversu mjög konan er hliðholl Bandaríkjamönnum og gætir hagsmuna vestrænna þjóða í þessum heimshluta.
Og nú þetta. Evrópusambandið sem gerði loftárásir á Júgóslavíu á sínu tíma, köstuðu sprengjum á kínverska sendiráðið þar, og studdu glæpamenn til valda í Kosóvó. Þá var bandalagið virkur þátttakandi í loftárásunum á Libýu í fyrra.
Það er greinilegt hvar hin pólitíska slagsíða liggur hjá Nóbelsnefndninni. Hún styður vestræna hagsmuni og hagsmuni stórveldanna af öllum mætti og lætur þá stjórna vali sínu.
Allavega er það ekki ofbeldislaus barátta fyrir friði, sem hún er málsvari fyrir, þó svo að það sé yfirlýst markmið friðarverðlauna Nóbels - og hinsta ósk stofnanda þeirra Alfreðs Nóbels.
ESB fær friðarverðlaun Nóbels | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 99
- Frá upphafi: 458378
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 85
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.