Slæmt er það en ...

Þessi ágreiningur milli Skógræktarinnar og Náttúrufræðistofnunar er auðvitað nokkuð sérkennilegur en á sér eflaust rætur í ólíkri sýn á því hvernig flóra Íslands eigi að líta út.

Hvað þetta mál varðar þá virðist Skógræktin hafa rétt fyrir sér að mestu leyti. Má meira að segja finna þess stað í skýrslu sjálfrar Náttúrufræðistofnunar (til umhverfisráðuneytisins), árið 2010. Þar segir um ókosti þess að nota eitur eins og Roundup til að útrýma lúpínu: "Neikvæð áhrif illgresiseyðis á annan gróður en lúpínuna verða alltaf einhver. Þessi aðferð hentar illa þar sem t.d. trjágróður er til staðar." http://www.ni.is/media/midlunogthjonusta/utgafa/Lupinuskyrsla.pdf

Tekið skal fram að annar starfsmanna Náttúrufræðistofnunar sem skrifaði greinina sem um er deilt, Sigurður H. Magnússon, hafði yfirumsjón með umræddri skýrslu og Borgþór Magnússon, hinn höfundur greinarinnar, kom að gerð skýrslunnar. Grein þeirra virðist þannig vindhögg miðað við hvað þeir sjálfir hafa sagt áður.

Hins vegar gengur skógræktin einnig of langt í þessu áróðursstríði. Þeir fullyrða að eitrun geti haft áhrif á fólk (á einhvern hátt) og geti stofnað ferðamannastraumi í Þórsmörk í voða, þ.e. eitrunin hafi áhrif á heilsu fólks og á lífríkið í Þórsmörk.

Í áðurnefndri skýrslu (og öllum öðrum rannsóknum) kemur skýrt fram að eitrið hafi engin áhrif á lífríki annan en gróður.

Mætti maður biðja um hófstilltari - og faglegri - umræðu?

 


mbl.is Hvort er eitur eða áburður betri gegn lúpínu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 100
  • Frá upphafi: 458379

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 86
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband