28.11.2012 | 11:10
Sölvi ekki lengur í leikmannahópnum
Það eru fleiri en við Íslendingar sem erum að fylgjast með hvernig Sölva Geir Ottesen vegna hjá FCK. Það er viðtal við hann í Politiken í dag þar sem hann er spurður um framtíð sína hjá félaginu.
http://politiken.dk/sport/fodbold/superligaen/ECE1826123/lederskikkelse-forudser-brud-med-fck/
Nú framundan eru fjórir leikir í röð hjá FCK og þegar búið að gefa út að lykilmenn verði hvíldir í sumum þessara leikja. Sölvi er samt ekki einu sinni í leikmannahópnum sem birtur hefur verið.
Ljóst er að hann er kominn aftastur í röð miðvarðanna í huga þjálfarans, sem virðist ætla að refsa Sölva fyrir að hafa lýst yfir óánægju sinni með að missa sæti sitt í byrjunarliðinu.
Því er auðvitað ekkert annað að gera fyrir Sölva en að leita sér að öðru liði nú í janúarglugganum. Nær öruggt má telja að FCK vilji selja hann sem fyst því annars fengi félagið ekkert fyrir hann þar sem samningur hans rennur út næsta sumar.
Það verður eflaust slegist um Sölva, og það af góðum liðum, því hann hefur getið sér mjög gott orð hjá félaginu þó svo að núverandi þjálfari (sem tók við í haust) vilji ekki nota hann.
Sölvi kveður FC Köbenhavn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 460052
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.