3.1.2013 | 13:59
Er það svo?
Ég held að þetta sé ekki rétt hjá Jóni. Það er enginn valkostur til fyrir ESB-andstæðinga á vinstri vængnum sem hafa kosið VG hingað til. Ekki er hægt að fara yfir til Samfylkingarinnar og ekki heldur til Bjartrar framtíðar því báðir þessir flokkar eru hlynntir inngöngu í Evrópusambandið - og varla fara menn að kjósa hægri flokkana bara vegna ESB.
Skýringin hlýtur að vera önnur, þ.e. almenn óánægja á öllum sviðum með frammistöðu ráðherra VG í ríkisstjórn.
Eina leiðin til að fá skýringu á þessu er að fram komi framboð vinstra megin við VG - sem er miklu harðari andstæðingur markaðsaflanna og eindregnari talsmaður umhverfisverndar og friðar- og afvopnunarmála í heiminum.
Ef það fylgi verður mikið þá fyrst er ljóst að kjósendur flokksins hafi fengið sig fullsadda af leiðtogum VG.
Hvernig væri að reyna á það?
Kjósendur VG fengið upp í kok | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 159
- Frá upphafi: 458377
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 139
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.