9.1.2013 | 11:46
Hvernig verða fréttir til?
Þetta er nokkuð merkilegur viðsnúningur frá því að fyrst birtust fréttir af þessum atburði. Allir fjölmiðlar héldu því fram að hópnauðgun hafi átt sér stað - og að hún hafi verið framin við Hörpuna (aldrei talað um meinta hópnauðgun eða að meint fórnarlamb hafi haldið þessu fram heldur alltaf um atvikið sem staðreynd). Fróðlegt væri að fá að vita hvernig þessi "vitneskja" barst fjölmiðlunum í ljósi þess að hvorttveggja var rangt.
Er það lögreglan sem lekur svona vitlausum upplýsingum eða eru það fjölmiðlarnir sjálfir sem búa til sem æsilegastar fréttir til að svala þorsta hneykslunar- og trúgjarns almennings?
Það hefur mikið gengið á í fjölmiðlum undanfarið: flugdólgur, barnaníðingur, hópnauðgarar. Er ekki kominn tími til að slaka aðeins á í æsifréttamennskunni?
Ekki útilokað að annar hafi horft á | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 2
- Sl. sólarhring: 23
- Sl. viku: 152
- Frá upphafi: 459961
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 141
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.