15.1.2013 | 07:31
Danir í enn eitt stríðið!
Frakkar eru ekki að gera það endasleppt þessa dagana. Hernaðarbrölt þeirra hefur ekkert minnkað með tilkomu kratastjórnarinnar í landinu. Þeir tóku mjög virkan þátt í loftárásunum á Libýu (auk virkra afskipta af borgarastyrjöldinni á Fílabeinsströndinni), eru herskáastir allra vestrænna þjóða í garð Sýrlandsstjórnar og svo nú þess hernaðaríhlutun í borgarastyrjöldina í Malí.
Óhætt er því að tala um póst-nýlendustefnu hjá þeim.
En Danir láta ekki sitt eftir liggja. Þeir hafa fengið "blod paa tanden" að undanförnu eftir að hafa tekið þátt í öllum stríðum sem Bandaríkjamenn hafa komið að undanfarinn áratug eða svo.
Núna sjá þeir um birgðaflutninga fyrir franska herinn - og senda hermenn með flutningavélunum. Þeir eiga að vera í landinu (en ekki taka þátt í bardögum!). Athyglisvert er að þessi stríðsæsingur Dana hefur ekkert minnkað með tilkomu kratastjórnarinnar þar.
Og inn í þessa hernaðardýrkum vilja íslenskir kratar endilega ganga, þ.e.a.s Evrópusambandið!
Jafnaðarmenn eru að taka við af hægri mönnum sem hernaðarsinnaðasti flokkurinn á Vesturlöndum!
Aukinn þungi í aðgerðum á Malí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 460030
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.