18.1.2013 | 08:50
Hvernig frétt er þetta eiginlega?
Hér er vitnað í alsírskan ráðherra sem er að réttlæta dráp alsírska hersins á fjölda gísla þar af a.m.k. átta Norðmanna.
Á meðan mbl.is flytur fréttir af þessari "árangursríku" aðgerð, þá eru Bretar og Japanir rasandi yfir framferði alsírska hersins - og sömuleiðis hafa Bandaríkjamenn gagnrýnt aðgerðirnar.
Það eru bara Norðmenn sem eru að reyna að afsaka þær þó svo að flestir drepnu gíslanna hafi verið Norðmenn.
Þetta minnir á viðbrögð norsku stjórnarinnar við morðunum í Útey en þá varði hún seinagang lögreglunnar fram í rauðann dauðann.
Mogginn ætti (þó) að geta gert betur en þetta, þ.e. að birta gagnrýnislaust tilraun Alsírmanna til að réttlæta gerðir sínar.
Mogganum ætti að vera það vel kunnugt að herforingjastjórnin í Alsír er einhver sú mesta fantastjórn sem ríkir í arabaheiminum og er þá mikið sagt.
Aðgerðir enn í gangi í Alsír | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 159
- Frá upphafi: 458377
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 139
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.