Er Óli Jó. enn landsliðsþjálfari?

Þetta val er eins og undanfarið mjög gagnrýnisvert.
Þarna vantar menn eins og Indriða Sigurðsson sem var valinn einn besti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar (í 20. sæti eða þar um bil) í fyrra með liði sínu Viking sem lenti í 5. sæti, efst Íslendingaliða. Þá vantar Steinþór Þorsteinsson sem var valinn einn af 50 bestu leikmönnum deildarinnar. Aðrir Íslendingar komust ekki á listann svo sem Birkir Már og Arnór Aðalsteinsson sem þó eru báðir valdir í landsliðið.
Auk þess má nefna þá Íslendinga sem unnu sig upp í efstu deild, Matthías Pétursson og Guðmund Kristjánsson hjá Start og markmanninn Harald Björnsson hjá Sarpsborg.

Af Svíunum vantar auðvitað helst Gunnar Heiðar Þorvaldsson með toppliði Norrköping og næst markahæsta leikmann sænsku úrvalsdeildarinnar í fyrra. Einnig þá sem komu upp með Halmstad, þá Guðjón Baldvinsson og Kristinn Steindórsson.

Af leikmönnum í Danmörku saknar maður helst, auk Arons Jóhannssonar, Eyjólfs Héðinssonar sem skoraði þrjú mörk í síðustu þremur leikjum liðs síns, Sönderjyske, fyrir vetrarhléð.

Björn Bergmann fær heldur ekki náð í augum landsliðsþjálfarans en varamaðurinn hjá Esbjerg, Arnór Smárason, er valinn í staðinn.

Auk þess má nefna miðjumennina Guðlaug Victor Pálsson sem spilar alla leiki NEC í einni sterkustu deild í heimi, þeirri hollensku,(liðið er í miðri deild, mun ofar en lið Jóhanns Bergs og Alfreðs Finnbogasonar) og Stefán Gíslason hjá Leuven í þeirri belgísku. Í stað þeirra er varamaðurinn hjá Waregrem, Ólafur Ingi Skúlason, valinn.

Valið líkist mjög vali Óla Jó. á landsliðinu svo maður spyr sig hvort ekki sé örugglega búið að skipta um landsliðsþjálfara.


mbl.is Eiður Smári í hópnum gegn Rússum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 460030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband