Tvær stöður auglýstar á Biskupsstofu

Það er merkilegt að fylgjast með ráðningarmálum þjóðkirkjunnar. Tvær stöður auglýstar á Biskupsstofu, sem snúa að fjármálum kirkjunnar á meðan er verið að skera niður í grunnþjónustunni með mikilli fækkun presta - og fjárframlagi til safnaðanna.

Og það sem merkilegt er að lýðræðiskjörnir fulltrúar í þjóðkirkjunni hafa lítið um þetta að segja nema fáeinir kirkjuráðsmenn sem hafa örfá atkvæði að baki sér til að komast í þá stöðu sem þeir hafa.

Prestar eru nú eitthvað um 150 í íslensku þjóðkirkjunni en starfsmenn á Biskupsstofu eru orðnir 30 - og enn er verið að auglýsa nýjar stöður þar (en varla nokkrar prestsstöður). 

Parkinsonslögmálið er greinilega að virka í íslensku þjóðkirkjunni!

Það er spurning hver sé biskupinn yfir Íslandi, sá sem var vígður til þess nýlega eftir lýðræðislega kosningu - eða lögfræðingarnir á Biskupsstofu? 


mbl.is Byggt á aldargömlum forsendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 465320

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband