Kerfisbundið brottkast hjá flotanum?

Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr þessu máli hjá Norðmönnum.

Íslendingar eru jú þekktir sóðar hvað veiðiaðferðir varðar. Hafa t.d. alla tíð leyft veiðar á bolfiski í flotvörpu sem Norðmenn hafa bannað lengst af, veiðar sem hafa leitt til allt of stórra kasta og þar af leiðandi fer/fór stór hluti aflans í gúanó (eða einfaldlega hent fyrir borð).

Nú hafa íslensku snillingarnir greinilega fundið lausn á vandamálinu, með þessum svokallaða glugga til a sleppa við of mikinn afla í trollið og með tilheyrandi skemmdum á honum.

Þetta, rétt eins og allt annað, er leyfilegt hér á landi ("fiskurinn sleppur jú lifandi úr trollinu" segir Gvendur vinalausi) en Norðmenn eru greinilega ekki eins sannfærðir og Fiskistofa og ekki eins tilbúnir að taka þátt í blekkingarleiknum.

Ég þori að veðja að þó svo að skipið verði dæmt í sekt í Noregi vegna brottkasts þá muni það ekki hafa nein áhrif hér á landi - og þessi svokallaði "gluggi" leyfður hér áfram.

Sóðaskapur Íslendinga í umgengni um auðlindina er og hefur verið slíkur.


mbl.is Kleifaberg til hafnar í Tromsö
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 456873

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband