13.2.2013 | 07:34
Slæmt er það!
Í skýrslu ASÍ kemur fram að við höfum dregist aftur úr hvað launakjör varðar (á árunum 2006-9, þ.e á Hrunárunum).
Svo virðist sem gefið sé í skyn í skýrslunni að við bætum það upp með lengri vinnutíma, rétt eins og við höfum alltaf gert, þannig að lífskjörin séu í raun ekki mikið verri en á hinum Norðurlöndunum þó svo að kreppan hafi leikið okkur miklu verr en frændur okkar.
Í skýrslunni kemur m.a. fram að hér á landi eru 14. bestu lífskjör í heimi. Betri en í Danmörku (16. sæti). Svíar eru í 10. sæti en Noregur á toppnum.
Hagvöxtur hér á landi hefur verið meiri en í Danmörku nú síðustu ár.Landframleiðslan er enn mjög mikil hér á landi miðað við hin Norðurlöndin þrjú og útflutningur hefur aukist mikið frá Hruni eða langmest af öllum þessum þremur löndum (um 40%).
Það er þannig margt gott hér á landi en aðalvandinn er hin mikla skuldastaða ríkisins, sem hrunið olli. Það kemur skýrt fram í skýrslu ASÍ:
http://www.asi.is/Portaldata/1/Resources/utgafa/Lifskjor-LokaLoka.pdf
Norðmenn með 49% hærri laun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 159
- Frá upphafi: 458377
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 139
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.