Miklu skárra en ...

Þessi tillaga er miklu skárri en sú fyrri, svo sem að sleppa því að byggja á Ingólfstorgi. Þó er hún enn meingölluð. Fyrir það fyrsta er byggingarnar alltof margar og stórar þannig að aðkoma að þeim verður mjög erfið (svo ekki sé talað um skuggann af þeim). Einnig er mjög þrengt að Fógetagarðinum sem virðist fyrst og fremst ætla að verða aðkoma fyrir hótelgesti. Svo fer NASA auðvitað sem menn er enn alls ekki sáttir við.

Svo má nefna eina af þremur myndunum sem birtist með þessari frétt, þeirri nr. 3. Textinn er: "Horft yfir Kvosina til suðurs. Á þessari mynd sést einkar vel hvernig nýbyggingarnar munu líta út við torgin þrjú."

Þegar myndin er skoðuð sést aðeins eitt torg (þ.e. Fógetagarðurinn) og myndin er alls ekki tekinn í suður heldur í austur. Hún sýnir reyndar vel hvað Landsímahúsið gamla verður mikið skrímsli við þessar breytingar. Ekki bæta svo fyrirhugaðar byggingar á "alþingisreitnum" úr skák. Þarna verður skuggi allan daginn og Fógetagarðurinn gjörsamlega eyðilagður þar með.


mbl.is Breytt skipulag Landsímareits
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 100
  • Frá upphafi: 458379

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 86
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband