22.2.2013 | 18:09
Ekki lengi að því sem lítið er!
Matvælastofnun er greinilega mjög merkilegt fyrirbæri. Fyrst þegar heyrðist af hrossakjötshneykslinu í Evrópu þá var í fjölmiðlum tekið viðtal við einhvern yfirmanninn þar sem sagði að stofnunin ætlaði ekkert að gera í málinu. Það væri ekki heilbrigðismál heldur neytendamál!
Síðan varð pressan of mikil svo þeir hundskuðust til að láta rannsaka unnar kjötvörur, merktar sem nautakjöt, til að athgua hvort þær innihéldu hrossakjöt (hrossum hefur jú verið slátrað unnvörpum hér á landi undanfarið vegna erfiðs tíðarfars og lítill heyja).
Þessi rannsókn tók ekki langan tíma, eða aðeins viku! Sambærilegar rannsóknir erlendis taka mun lengri tíma og standa enn yfir þó svo að byrjað hafi verið á þeim mun fyrr en hér á landi.
Það vekur spurningar um aðferðina sem notuð er hér á landi. Varla er það DNA-rannsókn því hingað til hefur þurft að senda sýni til slíkrar rannsóknar til útlanda (Noregs og Danmerkur) og tekið marga mánuði í sumum tilfellum.
Því trúi ég og treysti þessari "rannsókn" Matvælastofnunar mjög svo takmarkað - og er hræddur um að þarna sé um einhvern kattarþott að ræða. Þetta er jú ekki heilbigðismál (hrossakjöt er nefnilega ekkert hættulegt), aðeins neytendamál!
Hross ekki notað í stað nauts | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 100
- Frá upphafi: 458379
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 86
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.