Friðrik að missa hæfileikann?

Það var fróðlegt að fylgjast með skákum umferðarinnar á netinu. Friðrik Ólafsson vann snemma peð gegn Daða Ómarssyni en tókst ekki að færa sér það í nyt. Hann gat á einum stað skipt upp á mönnum og haldið yfirburðarstöðu og gerði það ekki. Í hróksendatafli átti hann möguleika á að skipta upp á hrókum (peðsendatafl með peði yfir er nær alltaf unnið en hróksendatöflin ekki) en lét það ógert: http://live.chess.is/2013/rvk13/r5b/tfd.htm

Ég hélt að svona lagað gleymist aldrei (nema auðvitað að Friðrik hafi aldrei kunnað þetta. Hann fékk jú aldrei neina skákhþjálfun á sinni tíð heldur er sjálflærður).

Þá átti Guðmundur Kjartansson mjög slæman dag og tapaði mjög illa (með hvítu): http://live.chess.is/2013/rvk13/r5c/tfd.htm

Sömuleiðis var dagurinn erfiður hjá Þresti Þórhallssyni sem tefldi illa og tapaði örugglega.

Góðu fréttirnar voru þær að Hannes Hlífar tefldi mjög góða sóknarskák og vann með fallegri hróks- og riddarafórn. Vonandi er hann að ná sér á strik eftir mörg mögur ár undanfarið.

 


mbl.is Sjö stórmeistarar eru efstir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.3.): 70
  • Sl. sólarhring: 73
  • Sl. viku: 288
  • Frá upphafi: 461696

Annað

  • Innlit í dag: 59
  • Innlit sl. viku: 236
  • Gestir í dag: 54
  • IP-tölur í dag: 54

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband