Ákafur stuðningsmaður íhaldsins rétt eins og Jóhanna Vigdís!

Þetta er nú alveg ótrúleg frétt en jafnframt mjög lýsandi. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, sem oft er kölluð 19. þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lætur mynda sig þarna með fyrrum þingflokksmanni Sjalla - og svo áköfum stuðningsmanni flokksins. 

Var einhver að tala um að fréttamenn ríkissjónvarps (og útvarps) yrðu að vera pólitískt hlutlausir?

Það vakti athygli margra að í síðasta viðtalsþætti RÚV við forystumenn stjórnmálaflokkanna var Jóhanna Vigdís, yfirlýstur stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins, látin taka viðtal við formanninn Bjarna Benediktsson. Í þætti RÚV kvöldið áður var hins vegar (sjálfstæðismaðurinn eða í besta falli hægri kratinn) Sigmar Guðmundsson látinn taka viðtalið við Sigmund Davíð og þótti þjarma illilega að formanni Framsóknarflokksins.

Það var annað upp á teningnum í (drottningar)viðtali Jóhönnu Vígdísar við formann sinn.

Þar var lítið sem ekkert spurt um stefnuskrá flokksins (sem er engin) heldur einungis um hvort Bjarni ætlaði að hætta eða ekki. Bent hefur verið á að þetta hafi litið út eins og pöntuð sena hjá Flokknum. Ætlunin hafi verið að skapa samúð í garð Bjarna til að hífa flokkinn upp í skoðanakönnunum.

Og það virðist hafa tekist ágætlega! Ekki hefur verið rætt um annað síðan hvað Bjarni hafi nú verið drengilgur og einlægur - og staðið sig vel - og stuðningsyfirlýsingarnar hrynja nú yfir hann. Staðan hans hefur aldrei verið sterkari en nú!

Og svo er verið að halda því fram að RÚV sé hlutlaus, opinber stofnun!!!!!!!!!!!!!!!!!! 


mbl.is Sjálfstæðismaður í sparifötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband