24.4.2013 | 11:36
Alþekkt í Noregi!
Svona skriður, þegar verið að vinna við vegagerð, eru alþekktar í Noregi. Skemmst er að minnast stórtjóns og mannskaða í Norður-Þrændalögum um 2010 þegar vegagerðarmenn voru að vinna við að leggja nýjan veg ofan við sumarhúsabyggð. Sprengingar og/eða titringur frá vinnuvélunum ollu því að stærðar flái í hlíðinni fyrir ofan fór af stað og tók með sér fjölda húsa út á fjörð. Fimm manneskjur fórust.
Slíkt vinnulag var harðlega gagnrýnt ytra í kjölfar slyssins, þrátt fyrir að einnig þar hafi verið fylgt "hefðbundnu verklagi", enda var þetta ekki í fyrsta sinn sem svipað slys gerðist í Noregi.
Ætli "hefðbundnu verklagi"verði nokkuð breytt eftir þetta hér hjá okkur, enda urðu engin "slys"?
150 þúsund m³ af mold og grjóti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 45
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.