29.6.2013 | 12:10
Þær skúrirnar!
Hér er greinilega verið að kvarta yfir Kristínu Hermannsdóttur og hvernig hún notar orðið. Svo virðist sem um einhverja austur-skaftfellsku sé að ræða enda er hún Hornfirðingur og er farin heim aftur góðu heilli.
Vonandi lifir þessi mállýska hana ekki, en orðið "okkar" virðist ætla að gera það (samanborið "á landinu okkar" og "hjá okkur"). Þetta er auðvitað hvimleitt því af veðurkortunum er auðséð að verið sé að fjalla um veðrið á Íslandi en ekki annars staðar.
Kvartanir yfir málfari í veðurfréttunum á eflaust rætur sínar að rekja til þess hve illa máli farnir flestir veðurfréttamennirnir eru, þ.e. kauðskir í framsetningu. Einar Magnús er að vísu hættur að segja "eins og þið sjáið" en er farinn að segja "á morgun" osfrv. í hverri setningu (sem er óþarfi því að af texta á skjánum (og af samhenginu) má sjá um hvaða dag er verið að fjalla!).
Reyndar er þetta mismunandi kyn á orðinu "skúr" gamalt í málinu. Í grobbsögu Halldórs Brynjólfssonar Hólabiskups (um miðja 18. öld) segir svo af hesti hans, Góður er sá brúni: Einhverju sinni var ég á ferð og reið Brún mínum, þá voru þrumur í lofti og gekk skúrum. Ég sá einn mikinn skúr nálgast. Þá sló ég Brún, en setti áður mundlaug á lendina. Brúnn fór sprettinn til kvölds undan skúrnum. En þegar ég reið heim tröðina skullu fyrstu droparnir í mundlauginni og þá kölluðu englarnir í loftinu: ´Góður er sá brúni!´
![]() |
Prúttað um veðrið og deilt um skúr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.5.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 462995
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.