Hvaða flokkar?

Þetta er merkilega illa unnin frétt hjá blaðamanni mbl.is.

Það kemur ekkert fram hvaða flokkum þessir menn tilheyra sem vitnað er í, né hvernig staðan er á danska þinginu varðandi málið.

Í fréttum ytra kemur þetta hins vegar allt saman fram. Þessi Laustsen er krati og talsmaður flokksins í "landvarnar"málum (forsvarsordförer). Og Paulsen þessi tilheyrir Venstre sem er í stjórn með krötunum. Einnig styður formaður íhaldsmanna tillögu um að senda danska hermenn enn og aftur í stríð.

Það eru aðeins Enhedslisten, sem er lengst til vinstri og styður stjórnina,  og Dansk folkeparti sem eru á móti. Síðarnefndi flokkurinn er lengst til hægri og þekktur fyrir að vera fjandsamlegur innflytjendum, svo það er merkilegt að hann vilji ekki herja á "óvininum".

Annars sýnir þetta vel stöðu Jafnaðarmannaflokka í Evrópu um þessar mundir. Þeir styðja allir sem einn aukið hernaðarbrölt vestrænna ríkja í þriðja heiminum, eins konar "endurbætta" nýlendustefnu þar sem beitt er hervaldi til að koma að stjórnum sem eru vinveitt vestrænum þjóðum (leppstjórnum). Þar skiptir lýðræði engu máli lengur heldur aðeins "þjóðarhagsmunir" Vesturlandaþjóða.

Merkilegt er hins vegar að flokkar vinstra megin við kratana, t.d. flokkur danska utanríkisráðherrans (Socialistiske folkepartiet), skuli styðja þessa útþennslustefnu. Sama sér maður þó annars staðar í Evrópu og meira að segja hér á landi hjá systurflokki SF, Vinstri grænum, og stuðningi þeirra við loftárásirnar á Libýu.

Já, tímarnir breytast og mennirnir með. 

 


mbl.is Danskir stjórnmálamenn vilja í stríð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband