29.7.2013 | 12:28
Gott hjá honum!
Það er ljóst að bæði núverandi og fyrrverandi landsliðsþjálfarar íslenska landsliðins töldu og telja sig ekki hafa þörf fyrir Aron í landsliðið því þeim gafst ótal tækifæri til að velja hann á sínum tíma en gerðu það ekki.
Í staðinn voru menn eins og Rúrik Gíslason, Arnór Smárason, Jóhann Berg, Birkir Bjarnason og jafnvel Emil Hallfreðarson valdir í kantstöðuna vinstra og hægra megin en ekki Aron. Það hefði þó verið klókt val til að tryggja sér kappann.
Hann hefði meira að segja mátt vera settur í framlínuna þar sem hann spilar jú yfirleitt, a.m.k. meðan Kolbeinn Sigþórsson var meiddur og Gunnar Heiðar ekki í náðinni.
Nú er það of seint.
Aron fetar þarna í fótspor Norðmannsins M. Diskerud sem spilar með Rosenborg og hefur einnig tvöfaldan ríkisborgararétt. Hann hefur verið að spila með bandaríska landsliðinu undanfarið og staðið sig vel.
Norðmenn gleðjast fyrir hans hönd, þó hann sé ekki lengur til taks fyrir norska landsliðið.
Það ættum við líka að gera fyrir hönd Arons enda mun skemmtilegri tækifæri sem hann fær með bandaríska liðinu en því íslenska - og þar með meiri athygli.
Aron ætlar að spila fyrir Bandaríkin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 79
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.