30.7.2013 | 17:04
Dónaskapur!
Eins og bent er á hér á öðrum stað kemur KSÍ þetta ekkert við, heldur er mál Arons fyrst og síðast.
Hins vegar getur KSÍ sjálfu sér um kennt - og er líklega með þessu að reyna að þvo þá skömm af sér.
Aron var ekki meiddur fyrr en í fyrrahaust þegar hann var loks valinn í íslenska landsliðið í október í fyrra en gat þá ekki veirð með. Áður eða í september var hann búinn að vera að brillera með AGF og skoraði m.a. fjögur mörk í einu leik, en var samt ekki valinn. Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari gaf þá skýringu að danska deildin væri nú ekki svo góð!
Fotbolti.net skrifaði þá þetta um mánaðarmótin sept-okt 2012: Danska úrvalsdeildin er ekki á meðal þeirra sterkustu í Evrópu en hins vegar er hún langt frá því að vera á meðal þeirra slökustu. Ef miðað er við röðun úrvalsdeilda eftir styrkleika er hún 15. sterkasta úrvalsdeild Evrópu sem stendur, níu sætum ofar en sænska úrvalsdeildin og 12 sætum ofar en efsta deildin í Noregi. Þá er hún meðal annars 11 sætum fyrir ofan skosku úrvalsdeildina og þykir sterkari en efstu deildirnar í Sviss, Króatíu, Ísrael og Póllandi.
Að lokum má benda á að í öðrum leiknum í september (þegar Aron var ekki valinn í liðið) þá spiluðu tveir sóknartengiliðir sem framherjar þeir Birkir Bjarnason og Gylfi Þór Sigurðsson (Kolbeinn var meiddur)! Þá hefði verið hæg heimatökin að velja Aron í liðið og leyfa honum að spila í nokkrar mínútur, og tryggja hann þannig fyrir Ísland, því þá þegar var farið að fjalla um þann möguleika að hann gæti spilað fyrir Bandaríkin.
Það var ekki gert, svo klúðrið og sökin er algjörlega hjá KSÍ.
KSÍ: Aron á að leika fyrir Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 174
- Frá upphafi: 459085
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 158
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.