26.9.2013 | 14:48
Hvað eiga menn við?
Merkileg yfirlýsing þetta frá Skógræktarfélagi Íslands og alls ekki ljóst hvað sé átt við.
Lögin um náttúruvernd voru t.d. unnin í samráði við Skógrækt ríkisins og ýmsum ákvæðum breytt til að koma til móts við skógræktarfólkið. Sem dæmi má nefna 16. kafla um framandi tegundir en þar er tekið fram að ekki sé átt við plöntur sem ætlaðar eru til skógræktar (svo sem greni o.s.frv.).
Kannski fer það fyrir brjóstið á Skógræktarfélaginu að ætlunin sé að hefta útbreiðslu lúpínu og skógarkerfils - og/eða að skógræktin verði að taka tillit til landslags og sé sett undir skipulagsyfirvöld á hverjum stað hvað það varðar (sem er reyndar í skipulagslögum nú þegar)?
Mér sýnist þetta vera óbilgirni hin mesta og til þess eins gert að viðhalda þeirri lögleysu sem ríkir um skógræktina hér á landi.
Hér er að lokum þráður á góða grein um málið:
http://www.visir.is/skograekt-eda-natturuvernd/article/2011705129939
Fagna afturköllun náttúruverndarlaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 18
- Sl. sólarhring: 107
- Sl. viku: 267
- Frá upphafi: 459188
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 243
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 16
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.