27.9.2013 | 10:56
Ónákvæmar tölur!
Það vekur athygli hve tölurnar um hlýnun andrúmsloftsins og einnig um hækkun sjávar eru mismunandi. 0,3 til 4,8 hækkun hitastigs á jörðinni eru auðvitað algjörlega ómarktækar tölur og að engu hafandi.
Rétt er að í skýrslunni er gert ráð fyrir að hitastigið verði um 1,5 gráður hlýrra en það var um aldamótin 1900 en gæti orðið yfir tveimur gráðum hlýrra. Áður var talið um hlýnun frá einni til þrem gráðum hið minnsta (2007), þannig að nú er gert ráð fyrir mun minni hlýnun en áður var gert.
Ástæðan er sú að hafið tekur við mun meira af koltvísýringi en áður var talið, auk þess sem aukning koltvísýrings í andrúmslofti hefur ekki í för með sér jafn mikla hækkun hitastig eins og áður var talið (ekki í sama hlutfalli). Hlýnun hafsins því samfara leiðir þó ekki eins mikillar hækkunar yfirborðs sjávar eins og gera má ráð fyrir.
Ljóst er af fyrstu fréttum af niðurstöðum panelhóps Sameinuðu þjóðanna að menn eru fljótir að reyna að túlka niðurstöðurnar sér í vil.
Best og yfirveguðust virðist umfjöllunin vera hér, enda var efni skýrslunnar kynnt í Stokkhólmi:
http://www.dn.se/nyheter/vetenskap/ipcc-klimatforandringarna-ar-manniskans-fel/
Hér er skýrslan í heild sinni:
http://www.climatechange2013.org/images/uploads/WGIAR5-SPM_Approved27Sep2013.pdf
Hlýnun gæti endað með hörmungum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 6
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 217
- Frá upphafi: 459944
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 193
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.