24.10.2013 | 10:37
Hann hélt nú ekki alveg kjafti!
Í dönskum fjölmiðlum í morgun kemur fram að Rúrik hélt nú ekki alveg kjafti, hvorki við þjálfarann né fjölmiðla:
Spurning er hvort þetta hefur einhvern eftirmála fyrir hann því svo virðist sem þjálfararnir séu að taka sér æ meira alræðisvald og kasta miskunnarlaust þeim úti í svartasta myrkur sem leyfa sér að gera athugasemdir við stjórnunarstíl þeirra.
Það er einnig spurning hvort lítill leiktími Rúriks með íslenska landsliðsins hafi stytt þolinmæðisþráðinn hjá honum en eins og kunnugt er fær hann lítið að spila hjá Lars Lagerbäck þrátt fyrir gott gengi með félagsliðinu undanfarið.
Rúrik lék ágætlega með FCK í fyrri hálfleik gegn Galatasaray. Varðist vel fyrir liðið þegar þess þurfti og hélt boltanum vel þegar hann fékk hann. Mörkin þrjú sem tyrkneska liðið skoraði komu öll eftir sóknir upp hægri kantinn hjá þeim, þ.e. þeim megin sem Rúrik var ekki, svo ég skil hann vel að vera svekktur yfir því að vera tekinn útaf í hálfleik.
Reynslan sem hann hefur þó fengið með því að spila alla leiki FCK í Meistaradeildinni ætti að geta nýst íslenska landsliðinu í umspilinu gegn Króötum - en eins og allir vita þá eru vegir Lars Lagerbäcks órannsakanlegir.
Rúrik: Betra að halda kjafti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 159
- Frá upphafi: 458377
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 139
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.