25.10.2013 | 09:23
Svindl á prófi í grunnskóla alvarlegra?
Þetta er nú svei mér léleg afsökun! Eins og svindl á stærðfræðiprófi í grunnskóla sé alvarlegra en svindl á stórmóti í gólfi þar sem allt að milljón dollara verðlaunafé er í boði (plús allt annað)!!!
Þessi viðbrögð við framkomu Tiger Woods er dæmigerð fyrir tvískinnungshátt Bandaríkjamanna þegar svindl íþróttamanna þeirra er annars vegar. Woods hefur auðvitað margoft sýnt að hann er siðblindur. Hann kemst hins vegar upp með alla skandalana vegna þess að hann er þjóðhetja Kanans og sýnir "yfirburði" þeirra yfir aðrar þjóðir.
Sama gildir um viðbrögð þeirra, og umfjöllun fjölmiðla, við lyfjamisferli Lance Armstongs hjólreiðamannsins alræmda. Allt var tínt til til að afsaka hann eða draga úr sekt hans - og enn virðist sem honum sé fyrirgefið allt svindlið.
Já, Kaninn er alltaf samur við sig - og meðvirkni fjölmiðla ótrúleg.
Baðst afsökunar á að hafa gefið Tiger F | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 159
- Frá upphafi: 458377
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 139
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.