28.10.2013 | 09:52
Hvað með vinnuna við deiluskipulagið?
Þetta er allmerkileg frétt um að hætt sé við áform um byggingu miðaldadómkirkju í Skálholti, svokallað tilgátuhús.
Manni finnst það nú full seint í rassinn gripið því Bláskógarbyggð hefur látið vinna deiliskipulag þar sem gert er ráð fyrir þessu tilgátuhúsi og rennur frestur til að gera athugasemdir við það út nú eftir tvo daga (30. október)!
Eins og margir muna þá stóð Icelandair upphaflega að baki þessum hugmyndum og hefur Guðjón Arngrímsson verið málsvari þeirra í málinu. Nú hins vegar er skyndilega talað um "hóp áhugamanna" sem agiterað hafi fyrir þessari byggingu!
Ástæðan fyrir því að "áhugahópurinn" hefur misst áhugann eru sagðar deilur innan kirkjunnar um þessar hugmyndir.
Það er eflaust satt og rétt að hluta því nú undanfarið hafa þrír kirkjulegir aðilar mótmælt áformunum, þ.e. prestar í Suðurprófastsdæmi, skólaráð Skálholtsskóla og að lokum nýendurreist Skálholtsfélag með Karl Sigurbjörnsson biskup og Jón Sigurðsson fyrrum ráðherra og formann Framsóknarflokksins í broddi fylkingar. Síðastnefndi aðilinn stóð fyrir ráðstefnu í Skálholti 19. október síðastliðinn sem virðist hafa haft þann megintilgang að andmæla hugmyndum um byggingu miðaldakirkjunnar.
En þrátt fyrir allt þetta andóf hefur áhugamannahópurinn enn fullan stuðning Kirkjuráðs til byggingarinnar og deiluskipulagsvinnan er langt komið.
Í ljósi þess að andóf hefur verið við þessum hugmyndum allt frá því að þær voru settar fram fyrst í lok árs 2011, svo sem frá þjóðminjaverði og forstöðumanni Árnastofnunar, spyr maður sig hvort ekki sé um fyrirslátt að ræða frá "áhugahópnum".
Kannski er málið það að Icelandair er horfið frá þessum hugmyndum, telji nú að þær muni ekki bera sig. Því hafi "áhuga"hópurinn séð fram á að gera ekki fjármagnað framkvæmdina og þar með dregið í land.
Taka skal fram að Skálholtsstaður, og þar með íslenska þjóðkirkjan, ber allan kostnað af deiluskipulagsvinnunni og mun þannig eitt bíða fjárhagslegt tjón af þessari uppákomu allri, þökk sé Kirkjuráði og Kirkjuþingi.
Sannast þá hið fornkveðna að oft er verr af stað farið en heima setið!
Hættir við miðaldadómkirkju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 100
- Frá upphafi: 458379
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 86
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.