Skrítið að velja tvo meidda menn í hópinn

Frumlegheitunum er ekki fyrir að fara hjá landsliðsþjálfurunum. Eggert G. Jónsson og Ólafur I. Skúlason eru báðir valdir í landsliðshópinn, rétt eins og síðast þó svo að Ólafur hafi þurft að draga sig út úr hópnum síðast vegna meiðsla og hefur ekkert spilað með félagsliði sínu eftir það - og svo auðvitað hann Eggert sem virðist vera farþegi í hópnum. Strákunum líkar líklega svo vel við hann síðan með 21. ársliðinu og því fær hann að vera með sem eins konar gæludýr. Hann spilar ekkert með sínu liði, fékk reyndar nokkrar mínútur rétt fyrir landsleikina gegn Kýpur og Norðmönnum og var strax valinn í landsliðshópinn!!! Síðan ekki söguna meir en er samt valinn!

Mér finnst nú nær að velja Jóhann Laxdal þar sem Birkir Már er í banni. Af hverju var annars verið að velja Jóhann í hópinn um daginn en svo ekki nú þegar loksins vantar ekta hægri bakvörð í liðið?

Svo finnst mér nú í lagi að leyfa Theódóri Elmari Bjarnasyni að kynnast landsliðinu á nýjan leik. Hann vill jú spila með því - og er fastur maður í einu af betri liðunum í dönsku úrvalsdeildinni!

Nei, ó nei. Íhaldsemin er svo mikil að tveir meiddir leikmenn (og því í engri leikæfingu) eru valdir í staðinn!

Húrra fyrir landsliðsþjálfurunum. Þetta er ekkert skárra en undir stjórn Óla Jó!


mbl.is Landsliðshópurinn sem mætir Króötum - Sölvi í hópinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 460030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband