10.11.2013 | 22:58
Lítil leikæfing
Það eru nokkur vandamál hjá íslenska landsliðinu fyrir leikina gegn Króötum nú í vikunni og í næstu viku.
Það er fyrst og fremst lítil leikæfing tveggja fastamanna í landsliðinu, þeirra Birkis Bjarnasonar og Eiðs Smára. Reyndar erum við með góða menn til að leysa þá af, Alfreð Finnbogason og Rúrik Gíslason, en eins og alþjóð veit þá breytir landsliðsþjálfarinn ekki svo glatt liðinu frá leiki til leiks.
Þá eru meiðsli fyrirliðans, Arons Einars, einnig áhyggjuefni þó svo að hann hafi látið lítið yfir þeim sjálfur. Meiðsl Emils Hallfreðssonar, sem gæti verið góður kostur í stöðu Arons ef axlarmeiðslin eru alvarleg, er einnig meiddur þó minni sögum fari af þeim meiðslum. Svo er leikform markvarðanna ekki mikið, þ.e. Hannesar og Gunnleifs, sem einnig gæti verið vandamál.
Þetta allt hlýtur að vera áhyggjuefni...
![]() |
Birkir kom ekkert við sögu í tapi Sampdoria |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 23:00 | Facebook
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.3.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 294
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 242
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.